Fara í efni

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkt á fundi sínum þann 17. maí s.l. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf vegna Þeistareykjalínu 1 innan sveitarfélagamarka Norðurþings.  Leyfið er gefið út á grundvelli sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistaeykjum að Bakka, umhverfismats allt að 200 MWe jarðhitavirkjunar á Þeistareykjum, Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025 og Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030.

Álit Skipulagsstofnunar vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóð:

http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Norðurþings undir skipulagsmál- framkvæmdaleyfi.

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Húsavík 24. maí 2016
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings