Fara í efni

Þrettándaviðburðir í Norðurþingi

Nóg er um að vera á þrettándanum í Norðurþingi á Húsavík, Skúlagarði og á Raufarhöfn.

-          Húsavík

o   Völsungur verður með skrúðgöngu frá íþróttahöllinni niður í suðurfjöru og einnig verður flugeldasýning í umsjön Kiwanis.
17.45 - Skrúðgangan fer af stað frá íþróttahöll niður í fjöru.
18.00 – brenna og þrettándasöngur
18.15 – flugeldasýning frá Kiwanis.

o   5.flokkur kvenna heldur utan um skipulagningu á viðburðinum fyrir hönd íþróttafélagsins

-          Skúlagarður

o   Grímuball í Skúlagarði föstudag 6. janúar kl. 19:00 – allir velkomnir og fólk beðið að taka með sér eitthvað góðgæti til að setja á hlaðborð en kaffi og djús verður í boði. 
Viðburðurinn er í umsjón ungmennafélagsins Leifs Heppna

-          Raufarhöfn

o   Foreldrafélagið Velvakandi og björgunarsveitin Pólstjarnan standa fyrir Þrettándagleði og kyndilgöngu við grunnskólann kl 18.00