Fara í efni

Leikskólakennari óskast til starfa við leikskólann Grænuvelli á Húsavík

Metnaðarfullur leikskólakennari óskast til starfa á leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Leikskólinn er 7 deilda fyrir 1-6 ára nemendur og stendur við Iðavelli 1 á Húsavík.  

Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla, Aðalnámskrá leikskóla og námskrá Grænuvalla. Starfið byggir einnig að miklu leyti á hugmyndafræði John Dewey. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og stefnt er að námsferð til Ameríku vor 2016. Áherslur í starfi Grænuvalla eru meðal annars: Virðing og vellíðan með áherslu á næringu, hreyfingu, leikgleði og lífsleikni, Betri grunnur-bjartari framtíð; snemmtæk íhlutun vegna hreyfiþroska barna, frjáls leikur, Markviss málörvun, TMT, tónlist og útikennsla. Leikskólinn tekur  þátt í þróunarverkefninu CRISTAL sem snýr að sjálfbærni, tækni og starfsþróun. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og nær til næstu 3 ára.

 

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu leikskólans: graenuvellir.nordurthing.is

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólanemenda samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Möguleiki er á að gegna 25% deildastjórastöðu.

 

Hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun 
Færni í samskiptum 
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður 
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
Góð íslenskukunnátta 

Reynsla af einhverjum af upptöldum áhersluþáttum í starfi leikskólans.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands v/ Félags leikskólakennara
Starfshlutfall            100%

Umsóknarfrestur   01.12.15

Upphaf starfs       04.01.2016
Ráðningarform       Ótímabundin ráðning


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir  leikskólastjóri í síma 464-6160/ 464-6157 eða með því að senda fyrirspurn á siggavaldis@nordurthing.is

 

Leikskólinn Grænuvellir
Iðavellir 1
640 Húsavík