Fara í efni

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 - 2019

Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings.

Ákveðið hefur verið að halda fjóra opna svæðafundi til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim.

Fundarstaðir og fundartímar eru eftirfarandi:

12. maí (þriðjudagur), kl. 17:00
Sal Framsýnar, Garðarsbraut 26, fyrir Húsavík, Tjörneshrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.
13. maí (miðvikudagur), kl. 17:00
Félagsheimilinu Hnitbjörg, Raufarhöfn, fyrir svæðið frá Kelduhverfi til Langanesbyggðar.

Tveir fundir verða haldnir síðar í Eyjafirði.

Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í að móta stefnu og áherslur landshlutans.