Fara í efni

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og samsvarandi nýju deiliskipulagi móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.

 

  1. Breyting aðalskipulags vegna móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku norðan Húsavíkur.  Breytingin felst í skilgreiningu efnislosunarsvæðis E39 þar sem fyrirhugað er að haugsetja moldarjarðveg sem til fellur vegna uppbyggingar á iðnaðarsvæðinu á Bakka.  Svæðið liggur suður af vegi upp að Húsavíkurfjalli, norðan Skjólbrekku um 500 m frá þjóðvegi nr. 85 við Gónhól og í 110 metra hæð yfir sjó.  Ekið verður að svæðinu um fjallsafleggjara.  Það er nú að mestu gróið alaskalúpínu.  Efnislosunarsvæðið verður allt að 2,5 ha að flatarmáli og hámarksþykkt moldarfyllingar fjórir metrar yfir núverandi yfirborði.  Leyfilegt verði að haugsetja allt að 50.000 m³ af jarðvegi á svæðinu. Skipulagstillagan ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.
  2. Deiliskipulag móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku norðan Húsavíkur.  Skipulagstillagan felst í nánari skilgreiningu á því hvernig ganga skal um efnislosunarsvæði E39 á meðan á framkvæmdum stendur og ganga frá því við verklok.  Settar eru fram skýringarmyndir um hvernig mögulegt nýtt yfirborð gæti legið að frágangi loknum.    Gert er ráð fyrir að sáð verði í svæðið hefðbundinni landgræðslublöndu í verklok.  Skipulagstillagan ásamt greinargerð með umhverfisskýrslu er sett fram á einu blaði í stærð A2.

 

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 12. desember  2014 til og með 23. janúar 2015.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með föstudeginum 23. janúar 2015.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir. 

 

Húsavík 8. desember 2014

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi