Fara í efni

Tillögur að tveimur nýjum deiliskipulögum ásamt umhverfisskýrslum

Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar eftirfarandi skipulagstillögur og tilheyrandi umhverfisskýrslur.

 

  1. Tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis I5 og sorpförgunarsvæðis S2 við Hrísmóa á Húsavík.  Deiliskipulaginu er ætlað að skipta upp í lóðir og skilgreina byggingarrétt á 14 ha iðnaðarsvæði (I5) og 1,4 ha sorpförgunarsvæði (S2).  Í gildi er eldra deiliskipulag að hluta svæðisins sem samþykkt var í júlí 1997.  Þegar hafa byggst nokkrar lóðir á svæðinu á grundvelli gildandi deiliskipulags.  Á nýjum lóðum er gengið út uppbyggingu hefbundinna iðnaðarhúsa til samræmis við þegar byggð mannvirki.  Ný skipulagstillaga fylgir afmörkun I5 og S2 í gildandi aðalskipulagi.  Skipulagstillagan er sett fram á uppdrætti á blaðstærð A1 og er greinargerð með umhverfisskýrslu felld inn á uppdrátt.
  2. Tillaga að deiliskipulagi Búðarvallar á Húsavík.  Um er að ræða skipulagstillögu fyrir 1,3 ha svæði í miðbæ Húsavíkur sem afmarkast af Garðarsbraut í norðri og austri, Árgötu í suðri og Stangarbakka í vestri.  Svæðið er hluti miðbæjarsvæðis Húsavíkur, merkt M1 á uppdráttum greinargerðar gildandi aðalskipulags, þar sem svæðið kallast Öskjureitur.  Búðarreitur hefur frá fornu farið verið mikilvægt verslunarsvæði.  Svæðið er að mestu fullbyggt, en þó er gert ráð fyrir að nokkru að fyllt verði upp í skörð þeirra húsa sem fjarlægð hafa verið á síðustu áratugum.  Nýbyggingar innan svæðisins beri svipbragð þeirra húsa sem horfin eru sem og þeirra sem enn standa.  Samhliða skipulagsvinnunni var gerð húsakönnun á svæðinu.  Skipulagstillagan er sett fram sem uppdráttur á blaðstærð A1 auk sjálfstæðrar greinargerðar.

 

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 5. október til 16. nóvember 2015.  Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillögurnar á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til mánudagsins 16. nóvember 2015.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.

 

Húsavík 29. september 2015

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi