Fara í efni

Útboð - Raufarhöfn - Endurbætur á smábátahöfn

Hafnanefnd Norðurþings óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. 

 

Um er að ræða endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs, steypa landstöpul flotbryggju, færa núverandi flotbryggju.

Helstu magntölur:

Flokkað grjót og sprengdur kjarni        um 3.800 m³.

Dýpkun í -2,5 m                                   um 1700 m³.

Landstöpul                                                        1 stk

Færa Flotbyggju                                   2x20 m

 

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. desember 2014.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Norðurþings, Ketilsbraut 7 - 9, 640 Húsavík og hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7, Reykjavík frá og með

miðvikudeginum 23. júlí 2014, gegn 5.000,- kr. greiðslu.

Skila skal tilboðum á sömu staði miðvikudaginn 13. ágúst, 2014 kl. 14:00 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

.

 

Hafnanefnd Norðurþings