Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

206. fundur 23. febrúar 2017 kl. 16:00 - 18:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings

Málsnúmer 201702151Vakta málsnúmer

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu innan samstæðu Norðurþings m.t.t. lána Orkuveitu Húsavíkur, fjárþarfar hafnasjóðs Norðurþings og skuldbindingar sjóðsins við aðalsjóð sveitarfélagsins. Minnisblað og gögn um færar leiðir til endurskipulagningarinnar verða lagðar fram á fundinum. Gestir fundarins verða Róbert Ragnarsson, ráðgjafi og Ragnar Jónsson, endurskoðandi hjá Deloitte.
Á fundinn mættu Róbert Ragnarsson, ráðgjafi og Ragnar Jóhann Jónsson, endurskoðandi hjá Deloitte og fóru yfir útfærslur í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

2.Niðurlagning og afskráning Hótels Norðurljósa kt. 610780-0169

Málsnúmer 201702146Vakta málsnúmer

Norðurþing hefur nú selt Hótel Norðurljós á Raufarhöfn. Í bókum sveitarfélagsins er kennitala og heiti gamals félags sem ekki hefur verið notuð um margra ára skeið. Skv. kaupsamningi skal Norðurþing leggja þessa kennitölu niður og afskrá hana þannig að nafnið Hótel Norðurljós verði tiltækt fyrir kaupanda til notkunar að vild.
Byggðarráð samþykkir niðurlagningu og afskráningu kenntölunnar.

3.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2017

Málsnúmer 201702074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf dags. 10. febrúar sl. frá Lánasjóði sveitarfélaga. Þar er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, en aðalfundur er áformaður 24. mars nk. Óskað er eftir að framboðum verði skilað ekki síðar en mánudaginn 27. febrúar nk.
Bréfið er lagt fram.

4.Hvalasafnið - fasteignagjöld

Málsnúmer 201702048Vakta málsnúmer

Þessu máli var frestað á síðasta fundi byggðarráðs og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna varðandi niðurfellingu fasteignaskatts.
Óli Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.

Gunnlaugur óskar bókað:

"Ég er á móti því að söfn fái niðurfellda fasteignaskatta sína. En ef að sveitarfélaginu skv. lögum ber að fella niður skattinn þá samþykki ég þá niðurfellingu og legg til að niðurfelling skattsins verði færð sem styrkur til safnsins".

Jónas og Olga taka undir bókun Gunnlaugs.

Byggðarráð samþykkir niðurfellingu fasteignaskatts á Hvalasafnið á Húsavík.

5.Staðgreiðsluuppgjör 2016 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201702076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga fyrir árið 2016.
Uppgjörið er lagt fram.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 128. mál, frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga

Málsnúmer 201702079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar 128. mál, frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga.
Lagt fram.

7.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi.

Málsnúmer 201702110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem farið er fram á upplýsingar vegna stefnumótunar í fiskeldi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

8.Kvíabekkur endurbygging

Málsnúmer 201403053Vakta málsnúmer

Á 13. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdanefnd leggur til að sveitarstjórn taki málið fyrir varðandi notkun og framtíðaráform með húsið og kalli jafnframt eftir minnisblaði frá starfshópi sem nefndin hefur áður skipað."
Byggðarráð telur mikilvægt að ákvarðanir um framtíðarnýtingu Kvíabekks verði ræddar út frá menningarlegu sjónarhorni. Málinu vísað til æskulýðs- og menningarnefndar og lagt til að haft verði samráð við þá aðila sem komið hafa að uppbyggingu Kvíabekks og Skrúðgarðsins.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis að Laxhúsum, Laxamýri 2.

Málsnúmer 201702067Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn til handa Mjósundi ehf. kt. 470604-2390 vegna rekstrarleyfis að Laxhúsum, Laxamýri 2, 641 Húsavík.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis að Laugarholti 3a, Húsavík

Málsnúmer 201702101Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn til handa Bergþóri Arnarsyni kt. 081093-3189 vegna rekstrarleyfis að Laugarholti 3a - Apartment, 640 Húsavík.
Byggðarráð frestar afgreiðslu sinni þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt málið af sinni hálfu.

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis að Víkurbraut 20, Raufarhöfn

Málsnúmer 201702107Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn til handa Líneyju Helgadóttur kt. 220649-3509 vegna rekstrarleyfis að Víkurbraut 20, Raufarhöfn.
Byggðarráð frestar afgreiðslu sinni þar til skipulags- og umhverfisnefnd hefur afgreitt málið af sinni hálfu.

12.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702089Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir DA frá 12. desember 2016 og frá 30. janúar 2017.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:05.