Fara í efni

Félagsmálanefnd

2. fundur 14. apríl 2016 kl. 14:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Trausti Aðalsteinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Díana Jónsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 201510072Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir tillögur að breytingum á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Á 53. fundi Félags- og barnaverndarnefndar Þingeyinga var fjallað um jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings árin 2015-2018. Borist hafa athugasemdir Jafnréttisstofu við áætlunina og ábendingar um æskilegar breytingar. Farið var yfir þær ábendingar og unnið í jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Að þeirri vinnu lokinni samþykkti félagsmálanefnd áætlunina, með fyrirvara um samþykki lögfræðings Jafnréttisstofu. Félagsmálastjóra er falið að vinna áætlunina áfram með ráðgjöf frá Jafnréttistofu og leggja aftur fyrir nefndina á næsta fundi.

2.Kynning á breytingum á húsaleigu félagslegra íbúða hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201604016Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir þær breytingar sem hafa orðið á leigu félagslegra íbúða.
Félagsmálastjóra er falið að vinna samantekt á auknum kostnaði leigjenda félagslegra leiguíbúða við breytingar á leigusamningi.

3.Fjölþætt heilsuefling sveitarfélaga - leið að farsælli öldrun

Málsnúmer 201603042Vakta málsnúmer

Ljóst er að áætlaður kostnaður vegna verkefnisins á árinu 2016 rúmast innan fjárheimilda skv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Jafnframt er tryggt samstarf um framgang verkefnsins milli Norðurþings og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Að því gefnu að ríkið komi að fjármögnun verkefnsins með þeim hætti sem líst er má áætla að það hefjist í haust og þátttaka sveitarfélagsins miði að þeim aðstæðum og efnum sem lögð eru til grundvallar.
Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að áform ríkisins gangi eftir og verkefnið fái nauðsynlegt fjármagn.

4.Yfirferð jafnréttisþings 31. mars og námskeið 1. apríl

Málsnúmer 201604025Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri og formaður nefndarinnar fara yfir málþingið og ræða mikilvægi þess að halda þétt utan um jafnréttismálin og stefnu í þeim málum innan sveitarfélagsins.
Félagsmálastjóri og formaður sögðu frá málþingi og námskeiði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt um jafnréttismál sl. mánaðarmót.

Fundi slitið - kl. 15:30.