Fara í efni

Fræðslunefnd

7. fundur 12. október 2016 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir varaformaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Grænuvalla verða á dagskrá kl. 14.15.

1.Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir verkefnastjóri verkefnisins Öxarfjörður í sókn kynnir verkefnið fyrir fræðslunefnd.
Fræðslunefnd þakkar Silju erindið.

2.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

Málsnúmer 201604068Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fjallar áfram um fjölgun leikskólaplássa á Húsavík samkvæmt bókun sveitarstjórnar á fundi sínum þann 20. september sl. en bókunin er eftirfarandi:

"Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að greina valkosti fyrir fjölgun leikskólaplássa á Húsavík og skila til sveitarstjórnar fyrir fund í nóvember."
Fræðslunefnd leggur til að stofnaður verði starfshópur sem greini valkosti. Fræðslufulltrúa falið að mynda hópinn sem skili greinargerð á næsta fundi fræðslunefndar.

3.Grænuvellir - Breyting á opnunartíma

Málsnúmer 201610001Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar tillögu um breytingu á opnunartíma leikskólans Grænuvalla. Lagt er til að leikskólinn loki kl. 16.30 í stað 17.
Sigríður Valdís gerir grein fyrir tillögunni. Vistunartíminn á milli kl. 16 og 17 er illa nýttur en er kostnaðarsamur þar sem tvo starfsmenn þarf þennan klukkutíma þrátt fyrir að börnin séu fá. Eins gengur illa að ráða fólk til að starfa á þessum tíma. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Lagt er til að breytingin taki gildi 1. desember.

4.Eftirfylgni með úttekt á Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201609077Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fjallar áfram um erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir mati sveitarstjórnar á framkvæmdum umbóta í kjölfar ytri úttektar á Öxarfjarðarskóla árið 2012.
Fræðslunefnd staðfestir að vinnu við umbótaáætlun sé lokið. Nefndin metur það sem svo að framkvæmdir umbóta séu vel heppnaðar.

5.Breyting á grunnskólalögum nr. 91/2008

Málsnúmer 201610046Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar breytingar á grunnskólalögum. Sérstakleg er vakin athygli á grein 33 a, nýrri grein um frístundaheimili.
Lagt fram til kynningar.

6.Fræðslusvið - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201606163Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar skiptingu fjárhagsramma fræðslusviðs 2017.
Samkvæmt niðurstöðu stjórnenda stofnana og deilda fræðslusviðs við gerð fjárhagsramma óskar fræðslunefnd eftir að heildarfjárhagsrammi sviðsins verði aukinn um tíu milljónir.

Fundi slitið - kl. 16:00.