Fara í efni

Hafnanefnd

10. fundur 18. janúar 2017 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá

1.Raufarhafnarhöfn- Möguleikar á komum skemmtiferðaskipa til hafnarinnar.

Málsnúmer 201701108Vakta málsnúmer

Raufarhafnarhöfn- til kynningar, verkefni er varðar möguleika skemmtiferðaskipa til Raufarhafnar.
Silja Jóhannesdóttir kom inn á fundinn og kynnti hafnanefnd niðurstöður verkefnavinnu er varðar möguleika skemmtiferðaskipa að hafa viðkomu á Raufarhöfn.

Hafnanefnd þakkar Silju fyrir góða kynningu og samþykkir að haldið sé áfram með verkefnið og gögnum og upplýsingum sé safnað saman og þessir möguleikar kannaðir til hlítar.

2.Skýrsla Hafna Norðurþings 2016

Málsnúmer 201701094Vakta málsnúmer

Rekstrarstjóri hafna leggur fram til kynningar ársskýrslu hafna Norðurþings fyrir starfsárið 2016.
þar er farið yfir starfsárið á höfnum sveitarfélagsins í grófum dráttum.
Rekstrarstjóri hafna Norðurþings fór yfir ársskýrslu fyrir hafnir Norðurþings fyrir árið 2016.

3.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Vegna fyrirhugaðrar byggingar á nýrri slökkvistöð á norðurhafnarsvæði voru viðræður hafnar við Eimskip um að þeir gæfu eftir hluta af lóð sinni á hafnarsvæðinu þar sem aðstaða þeirra er í dag. Núverandi lóð er 12.390 m2 samkvæmt gildandi lóðasamningi síðan 2009.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir stöðu mála varðandi mögulega staðsetningu á fyrirhugaðri slökkvistöð á norðurhafnarsvæðinu og hvaða árhrif það gæti haft á aðrar lóðir á svæðinu.

4.Ný hafnaraðstaða

Málsnúmer 201701061Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er bygging nýrrar slökkvistöðvar sem stendur til að staðsetja á norðurhöfninni. Möguleiki er á að færa skrifstofuaðstöðu hafnarinnar inn í umrædda byggingu. Einnig getur höfnin fengið eitt bil í sal byggingarinnar undir búnað hafnarinnar en hingað til hefur höfnin ekki haft slíka aðstöðu. Fyrir liggur að aðstæður hafnarinnar muni breytast talsvert á næstu misserum með breyttu rekstrarfyrirkomulagi og auknum verkefnum og mun höfnin þurfa að bæta við sig ýmsum búnaði s.s. mengunarvarnarbúnaði o.fl. sem ekki hefur verið til staðar hingað til.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir teikningar og fyrirkomulag nýrrar slökkvistöðvar sem stendur til að staðsetja á Norðurhöfninni.

Möguleiki er á að bæta við skrifstofu og búnaðaraðstöðu fyrir höfnina inn í umrædda byggingu. Hingað til hefur höfnin ekki haft yfir að ráða aðstöðu fyrir búnað og viðhaldshluti hafnarinnar. Fyrir liggur að aðstæður hafnarinnar munu breytast talsvert á næstu misserum með breyttu rekstrarfyrirkomulagi og stórauknum verkefnum og þarf höfnin að bæta við sig ýmsum búnaði s.s. mengunarvarnarbúnaði o.fl. sem ekki hefur verið til staðar hingað til.

Fyrir liggur að færa pallavog fyrir fiskilandanir á suðurhöfnina, nær löndunarkrönum. Núverandi bílavog verður aflögð og færð á Bökufyllingu á næstu mánuðum. Við fyrirhugaðar breytingar verður því ekki þörf á núverandi vigtarhúsi í þeirri mynd sem það er í dag.
Ýmsir möguleikar eru í stöðunni varðandi breytta nýtingu núverandi vigtarhúss, nái þessar breytingar fram að ganga, t.d. mætti útbúa þar gjaldskyld almenningssalerni.

Hafnanefnd samþykkir að starfsemi Hafnasjóðs verði staðsett í nýju húsnæði enda fyrirsjáanleg uppbygging Húsavíkurhafnar.

5.Varðandi frumvarp til fjárlaga 2017

Málsnúmer 201612063Vakta málsnúmer

Þann 12 desember 2016 sendi Hafnasamband Íslands bréf og minnisblað á aðildarhafnir sínar er og lagt var fram á seinasta stjórnarfundi hafnasambandsins. Þar kemur fram að í frumvarpi til fjárlaga 2017 er verulega dregið úr fjármagni til hafnabótasjóðs.

Stjórn hafnasambandsins vill hvetja aðildarhafnir til að láta í sér heyra hvað þetta varðar.

Hafnanefnd Norðurþings tekur undir áhyggjur Hafnasambands Íslands vegna fjárskorts til uppbyggingar hafna á Íslandi. Niðurskurður til viðhalds hafna er óásættanlegur með öllu. Það er fyrirsjánleg uppbygging hjá Hafnasjóði Norðurþings bæði vegna nýframkvæmda og viðhalds.

Nefndin býður nýjan samgönguráðherra og umhverfisnefnd Alþingis velkomnin í heimsókn í Norðurþing og sjá uppbygginguna á svæðinu og kynna sér framtíðaráform Hafnasjóðs. Ársfundur Hafnasambands Íslands verður haldinn á Húsavík að haustlagi 2017 og því tilvalið að koma í heimsókn.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201605044Vakta málsnúmer

Fundargerð nr. 390 frá Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar.
Fundargerð nr. 390 frá Hafnasambandi Íslands lögð fram til kynningar.

7.Umsókn um leyfi fyrir söluskúr á hafnarsvæði, sunnan við Helguskúr

Málsnúmer 201701029Vakta málsnúmer

Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir og Ragnhildur Helga Ingólfsdóttir sækja um stöðuleyfi fyrir söluskúr á miðhafnarsvæði Húsavíkurhafnar fyrir sumarið 2017 með sama fyrirkomulagi og sumarið 2016 eða frá byrjun maí og fram í október.
Hafnanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir umræddan söluskúr m.v. sömu forsendur og áður var gert og felur rekstrarstjóra hafna að ganga frá staðsetningu við rekstraraðila.

8.Olíuverslun Íslands óskar eftir stöðuleyfi fyrir sjálfsafgreiðslutank á hafnarsvæðinu á Raufarhöfn.

Málsnúmer 201701008Vakta málsnúmer

Olíuverslun Íslands óskar eftir því að fá að setja upp sjálfsafgreiðslutank fyrir litaða olíu á hafnarsvæðinu á Raufarhöfn. Staðsetning er valin samkvæmt óskum hafnarinar. Um er að ræða stað við svokallaða SR- bryggju.
Hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti staðsetningu á fyrirhugaðri olíuafgreiðslu við Raufarhafnarhöfn.
Við uppsetningu á slíkri afreiðslu skal rekstraraðili huga að lekavörnum og að búnaður líti vel út og sé í góðu viðhaldi.

9.Verbúðir á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201605080Vakta málsnúmer

Málefni verbúða á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Núverandi leiga stendur ekki undir rekstrarkostnaði hússins og því nauðsynlegt að hækka leiguverð.

Hafnanefnd samþykkir að upphafsleiguverð verbúðareininga í janúar 2017 skuli vera 50.000 kr. á mánuði fyrir utan vsk. fyrir minni einingar hússins og 100.000 kr. á mánuði fyrir stærri einingar.

Fundi slitið - kl. 19:00.