Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

13. fundur 14. febrúar 2017 kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Athugasemdafresti lauk 7. febrúar s.l. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
1. Guðmundur Salómonsson f.h. Björgunarsveitarinnar Garðars, bréf dags. 5. febrúar 2017. Óskað er eftir að skilgreindur verði byggingarreitur innan lóðar norðan við Hafnarstétt 7 þannig að þar megi byggja tækjageymslu á einni hæð að lóðarmörkum.
2. Faglausn, f.h. Gentle Giants gerir eftirfarandi athugasemdir með bréfi dags. 20. janúar 2017.
2.1. Minnt er á að 66°N eru ekki lengur starfandi í Flókahúsi að Hafnarstétt 13.
2.2. Gerð er athugasemd við að Garðarshólmsverkefnið sé skilgreint í gömlu síldarverksmiðjunni enda hafi þar orðið breyting á eignarhaldi og notkunarhugmyndum.
2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni.
2.4. Lagt er til að heimiluð verði bygging kjallara á lóðum við Hafnarstétt.
2.5. Lagt er til að þakform Hafnarstéttar 13 verði heimilað í deiliskipulaginu.
2.6. Óskað er eftir að notkunarskilgreining skúra að Hafnarstétt 5 verði breytt úr beituskúrum til aðstöðuhúsa.
2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka.
2.8. Lagt er til að byggingarreitir við Hafnarstétt 1, 9, 13 og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits.
2.9. Lagt er til að útbúin verði lóð utan um skúra að Hafnarstétt 5 þannig að þá megi flytja að gömlu trébryggju Naustagarðs.
3. Völundur Snær Völundarson, bréf dags. 7. febrúar 2017. Völundur gerir alvarlegar athugasemdir við að honum hafi verið meinuð veitingasala á þaki Hafnarstéttar 7 og telur skipulagstillöguna hindra fjölbreytta uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir.
1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi.
2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð.
2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð.
2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús.
2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A.
2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13.
2.6. Leiðrétting. Skúrar að Hafnarstétt 5 verði kallaðir aðstöðuhús.
2.7. Fallist er á að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 miði við að húsið að Hafnarstétt 13 sé allt innan lóðar. Nefndin fellst hinsvegar ekki á að lóðarmörk Hafnarstéttar 15 verði færð þannig að Helguskúr, sem stendur á gömlu stöðuleyfi, falli innan lóðarinnar.
2.8. Byggingarreitur að Hafnarstétt 1 miðar við að á lóðinni megi byggja nýbyggingu til norðurs, en horft til þess að eldri bygging skuli þá víkja, enda óheppilega nærri umferðargötu. Byggingarreitur í deiliskipulagi tekur mið af þeirri breytingu sem unnin var í samráði við lóðarhafa. Nefndin fellst því ekki á breytingu byggingarreits þeirrar lóðar. Nefndin fellst á að byggingarreitir Hafnarstéttar 9 og 13 verði í samræmi við núverandi byggingarlínur húsa á lóðunum en fellst ekki á samsvarandi breytingu fyrir Hafnarstétt 15, enda stendur Helguskúr út fyrir lóðarmörk.
2.9. Nefndin fellst ekki á að útbúa nýja lóð undir aðstöðuskúra Gentle Giants við Naustagarð. Sú hugmynd hefur ítrekað verið til umfjöllunar hjá fyrri skipulagsnefndum á undanförnum árum en aldrei hlotið hljómgrunn.
3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukinn stöðuleyfisrétt ofan á þaki Hafnarstéttar 7 eins og nefndin telur undirliggjandi í athugasemd Völundar Snæs.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til samræmis við ofangreint. Nefndin leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

2.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Við lögboðna yfirferð tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar þjónustusvæðis við Héðinsbraut gerði Skipulagsstofnun nokkrar athugasemdir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að úrlausnum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd telur úrlausnirnar fullnægjandi og leggur til við Sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. samhliða kynningu á breytingu deiliskipulags.

3.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 13. desember s.l. samþykkti sveitarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Höfðavegar. Í ljósi þess að Skipulagsstofnun taldi að laga þyrfti samsvarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún yrði auglýst hefur dregist að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nú hafa verið unnar nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni sem f.o.f. snúa að því að brjóta upp útlit fyrirhugaðs húss að Héðinsbraut 13. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu deiliskipulagstillögunnar til auglýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði þannig auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3, Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12.
Örlygur vék af fundi við þessa umfjöllun.

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Garðarsbraut 18

Málsnúmer 201701103Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar vegna rekstarleyfis til sölu gistingar á efri hæð Garðarsbrautar 18.
Garðarsbraut 18 er á verslunar og þjónustusvæði og næg bílastæði fylgjandi húsinu. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir því ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna rekstrarleyfis að Laxalundi 11

Málsnúmer 201701132Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II í frístundahúsi að Laxárlundi 11.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu.

6.Félag eldri borgara óskar eftir leyfi til að breyta gluggum að Garðarsbraut 44, 1 hæð

Málsnúmer 201701136Vakta málsnúmer

Óskað er leyfis til að breyta gluggum á nneðri hæð norðurstafns Garðarsbrautar 44. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 25. janúar s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugsemd við þessa afgreiðslu.

7.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5

Málsnúmer 201701018Vakta málsnúmer

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í janúar og veitti nefndin þá neikvæða umsögn.
Með bréfi dags. 7. febrúar s.l. kemur húseigandi á framfæri rökstuddum andmælum vegna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
Þrátt fyrir að Vallholtsvegur 5 sé í íbúðarhverfi, þá er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Lóðarhafi hefur í hyggju að útbúa nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar og aðkoma að lóðinni er um verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um leyfi til sölu gistingar í húsinu þegar honum hafa borist fullnægjandi teikningar af breytingum á húsinu og fyrirkomulagi bílastæða.

8.Benedikt Kristjánsson sækir um fyrir hönd eigenda Þverár í Öxarfirði um stofnun nýrrar lóðar.

Málsnúmer 201702049Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.827 m² sjálfstæðrar lóðar umhverfis eldra íbúðarhús á jörðinni Þverá í Öxarfirði. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu að Undirvegg Kelduhverfi

Málsnúmer 201702053Vakta málsnúmer

Erlendur Sigurður Baldursson, f.h. eigenda Undirveggjar, óskar eftir leyfi til að byggja 64 m² vélaskemmu við hlöðuna að Undirvegg. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Friðriki Ólafssyni byggingarverkfræðingi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögn vegna byggingarinnar hafa borist.

10.Ósk um samþykki fyrir sameiningu Reykjarhóls (lnr. 154.008) og Reykjarhóls land A (lnr. 205.308)

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Stefán Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir sameiningu Reykjarhóls (lnr. 154.008) og Reykjarhóls lands A (lnr. 205.308). Meðfylgjandi umsókn eru gögn sem staðfesta eignarhald og veðbókarvottorð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt.

11.Þór Stefánsson gerir athugasemd vegna leyfismála til gistirekstrar

Málsnúmer 201702068Vakta málsnúmer

Þór Stefánsson gerir athugasemd við þá afstöðu sem fram kemur í bókun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi í október s.l. varðandi umsagnir vegna leyfa til rekstur gistiheimila í íbúðarhverfum. Hann óskar þess að ákvörðunin verði felld úr gildi eða endurskoðuð þannig að frestur sé veittur áður en hún kemur til framkvæmda.
Meirihluti skipulags- og umhverfisnefndar fellst ekki á að fella ur gildi umrædda afstöðu nefndarinnar frá október s.l. Sú afstaða sem þá var bókuð gildir til ársloka 2017 en horft er til þess að endurskoða hana fyrir lok árs.
Örlygur óskar bókað: "Þó ég hafi skilning á tilgangi bókunar nefndarinnar tel ég mjög óheppilegt að ekki skildi veittur frestur frá því að ákvörðunin var tekin og þar til hún öðlaðist gildi, enda hefur þessi framkvæmd valdið nokkrum aðilum óþægindum."

Fundi slitið.