Fara í efni

Skotfélag Húsavíkur

Skotfélag Húsavíkur var stofnað árið 1964 og var þá upphaflega skotveiðifélag.  Í seinni tíð var félaginu breytt í skotfélag og samþykktum þess breytt í samræmi við það.  Tilgangur þessara breytinga var að félagið yrði aðildarfélag að Héraðssambandi Þingeyinga (HSÞ).  Þannig öðluðust félagsmenn keppnisrétt á mótum á vegum félaga innan Íþróttasambands Íslands en margir félagsmenn höfðu þá þegar áhuga á að keppa í skotfimi samkvæmt reglum alþjóða ólympíusambandsins.   Allar götur síðan hefur félagið starfað undir merkjum ÍSÍ. 

Æfinga- og keppnisaðstaða skotfélagsins er norðan við bæinn Húsavík við rætur Húsavíkurfjalls.

Skotfélagið heldur úti Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með starfsemi félagsins.