Fara í efni

Ungmennafélagið Austri

Ungmennafélagið Austri heldur uppi fótbolta- og frjálsíþróttaæfingum allt árið um kring fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Jafnframt er boðið upp á leikjanámskeið fyrir börn tíu ára og yngri. Fullorðnir eiga þess kost að mæta á frjálsíþróttaæfingar yfir sumartímann. Þar fyrir utan er boðið upp á fjölbreyttari æfingar yfir vetrartímann í styttri lotum.

Nær öll börn á aldrinum 6 – 16 ára á Raufarhöfn stunda æfingar hjá Austra allt árið um kring. Á sumrin eru æfingar daglega en tvisvar til þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina.

Aðstaða til íþróttaiðkunar á staðnum er góð. Yfir sumartímann er æft á grasvelli við íþróttahúsið. Þar er aðstaða til knattspyrnu- og frjálsíþróttaiðkunar. Yfir vetrarmánuðina er æft í vel búnu íþróttahúsinu, en þar er jafnframt tækjasalur og innisundlaug.

Ungmennafélagið sér um skemmtidagskrá og býður Raufarhafnarbúum til grillveislu á þjóðhátíðardaginn sem jafnframt er uppskeruhátíð félagsins.

Austri sér um framkvæmd kvennahlaups ÍSÍ á Raufarhöfn.

Nánari upplýsingar um félagið