Hátíðir og viðburðir

Orkugangan, 60 km skíðaganga frá Mývatnssveit að Húsavík er árlegur viðburður í mars eða apríl.
Orkugangan gefur stig til  Íslandsgöngu Skíðasambandsins:

Nánari upplýsingar...

Skjálfandi listahátíð (áður Jónsvika), vinnuvika listamanna og listahátíð er haldin í maí ár hvert í Samkomuhúsinu á Húsavík. Hápunktur vikunnar er sýning þar sem þátttakendur sýna afrakstur vinnu sinnar.

Nánari upplýsingar...

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri er árlegur viðburður um sumarsólstöður. Kópaskersbúar og nærsveitamenn bjóða heim og skemmta sér og öðrum, margvíslegir menningarviðburðir, sýningar, kjötsúpukvöld og fleira. Þorpið er skreytt í tilefni hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar...

Bæjarhátíðin Mærudagar er haldin á hverju sumri á Húsavik og fer hún fram síðustu helgina í júlí. Hátíðarsvæðið er við höfnina, dagskráin er fjölbreytt og bæjarbúar taka virkan þátt m.a. með skreytingum á bænum í hverfalitlum.

Nánari upplýsingar...

Jökulsárhlaup fer fram í byrjun ágúst ár hvert. Hlaupið er í fallegu umhverfi þjóðgarðsins við Jökulsá á Fjöllum. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss. Millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum og stysti leggurinn byrjar við Hljóðakletta. Öll hlaupin enda í Ásbyrgi.

Nánari upplýsingar...

Sléttugangan á Melrakkasléttu er árlegur viðburður aðra helgina í ágúst. Gegnið er um Melrakkasléttu 25 til 30 km leið með leiðsögn. Að kvöldi Sléttugöngunnar er afmæli félagsheimilisins Hnitbjarga fagnað með dansleik.

Nánari upplýsingar...

Menningarvika á Raufarhöfn, er haldin að hausti. Fjölbreytt dagskrá, tónleikar, kvikmyndasýningar og aðrir menningarviðburðir.

Nánari upplýsingar...

Hrútadagurinn á Raufarhöfn er haldinn árlega í Faxahöllinni á Raufarhöfn um mánaðarmótin september - október.  Þar fer fram sölusýning á kynbótahrútum frá bæjum úr Öxarfirði, Sléttu, Þistilfirði og Langanesi. Seldar eru ullarvörur, keppt í kjötsúpugerð og boðið uppá skemmtun með hagyrðingum auk fleiri viðburða.

Nánari upplýsingar...

Menningar- og markaðsdagur í Öxarfirði. Fyrirtæki, félög og einstaklingar af svæðinu kynna starfsemi sína með ýmsu móti.  Dagurinn er haldinn í íþróttahúsinu á Kópaskeri (Pakkhúsinu) fyrstu helgina í desember.

Nánari upplýsingar...