Jökulsárhlaup

Jökulsárhlaup fer fram í byrjun ágúst ár hvert.

Hlaupið er í fallegu umhverfi þjóðgarðsins við Jökulsá á Fjöllum. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss. Millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum og stysti leggurinn byrjar við Hljóðakletta.  Öll hlaupin enda í Ásbyrgi.

Nánari upplýsingar...