Sólstöðuhátíð við Öxarfjörð

Sólstöðuhátíð á Kópaskeri er árlegur viðburður um sumarsólstöður. Kópaskersbúar og nærsveitamenn bjóða heim og skemmta sér og öðrum. Í boði eru margvíslegir menningarviðburðir, sýningar, kjötsúpukvöld og fleira. Þorpið er skreytt sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Frekari upplýsingar er að finna á facebook síðu hátíðarinnar.