Beiðni um frestun á greiðslu gjalda hjá Norðurþingi


Á 103. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var bókað:

Lagt er til að skipulags- og framkvæmdaráð endurskoði afstöðu sína til frestunar á bryggju- og lestargjöldum smærri báta og skipa. Horft verði til þess að fyrirtæki sem hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda hafi sömuleiðis tækifæri til að sækja um vaxtalausan frest á greiðslum þessara gjalda á meðan fyrirtækin glíma við forsendubrest í rekstri sínum, til samræmis við tillögu aðgerðarhóps sveitarfélagsins vegna covid-19. Tillagan er samþykkt samhljóða.

Á 68. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirtæki og einstaklingar geti sótt um að fresta greiðslu á bryggju- og lestargjöldum báta undir 1000 bt. í samræmi við tillögu aðgerðahóps varðandi Covid-19 enda hafi umsækjandi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda.

 

Hægt er að óska eftir frestun á gjalddögum gefnum út á tímabilinu á 1. mars til 30. júní 2020.

Hægt er að sækja um alla gjalddaga í einu eða merkja við þá gjalddaga sem óskað er eftir að frestað sé. 

Gjalddagar frestast til tímabilsins mars - júní 2021
Nánari fyrirspurnir má senda á netfangið ia@nordurthing.iscaptcha