Fara í efni

1-1-2 dagurinn er í dag 11. febrúar

1-1-2 dagurinn sem haldinn er á hverju ári er í dag, 11. febrúar en markmið hans er að kynna neyðarnúmerið 1-1-2 og starfsemi aðilanna sem tengjast því. 
Ágætt er að minna á að 1-1-2 er sameiginlegt neyðarnúmer landsmanna og er það samrænt neyðarnúmer Evrópu og því þarf aðeins að kunna þetta einfalda númer - einn, einn, tveir - til þess að fá aðstoð í neyð.
Í gegnum þetta einfalda númer er hægt að ná í viðbragðsaðila líkt og lögreglu, slökkvilið, sjúkraflutninga, björgunarsveitir, almannavarnir, landhelgisgæslu og senda barnaverndartilkynningar. 

Viðbragðsaðilar mættu á leikskólann Grænuvelli á Húsavík og fræddu leikskólabörn um ýmislegt hvað varðar þeirra tæki og tól og um leið minntu þau á númerið 1-1-2.