Afsláttur af fasteignaskatti

mynd/unsplash.com
mynd/unsplash.com

Á 109. fundi sveitarstjórnar Norðurþings voru uppfærðar reglur Norðurþings um afslátt af fasteignaskatti samþykktar. 

Á síðasta ári var tekið upp nýtt fyrirkomulag og nú þurfa tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar ekki að sækja sérstaklega um lækkun fasteignaskatts. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðbirgða miðaður við tekjur ársins 2019 en endanlega ákvarðaður þegar álagning vegna tekna ársins 2020 liggur fyrir. Breytingar sem verða á álagningu við endanlega ákvörðun afsláttar verða tilkynntar bréflega.

Vekjum við athygli á því að við fráfall maka eða sambýlings skal fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði sem fjölskylda hins látna/hinnar látnu á og býr í felldur niður að fullu fyrsta árið eftir fráfallið og að hálfu annað árið. Sækja þarf sérstaklega um þann afslátt.

 

Tekjumörk hafa verið uppfærð og eru nú sem hér segir:

1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:

Skattskyldar tekjur allt að krónur 3.525.000.- veita 100% afslátt.
Skattskyldar tekjur frá 3.525.000.- til 4.209.000- króna veita 50% afslátt.
Skattskyldar tekjur frá 4.209.000 til 5.475.000- króna veita 25% afslátt.
Skattskyldar tekjur yfir 5.475.000.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:

Skattskyldar tekjur allt að 6.707.000.- krónur veita 100% afslátt.
Skattskyldar tekjur frá 6.707.000.- til 7.391.000.- krónur veita 50% afslátt.
Skattskyldar tekjur frá 7.391.000.- til 8.212.000.- króna veita 25% afslátt.
Skattskyldar tekjur yfir 8.212.000.- króna veita engan afslátt.