Álestur á hitaveitumælum OH

Álestur orkumæla OH

Orkuveita Húsavíkur ohf. minnir viðskiptavini sína á að skila inn álestri á hitaveitumælum sem fyrst til að komast hjá óþarfa kostnaði.

Notandi fer inn á heimasíðu Orkuveitunnar, www.oh.is og skráir sig inn á “mínar síður” með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Valið er “notkun og álestrar og síðan “skrá” álestur. Staðfesta skal dagsetningu álestrar og skrá síðan stöðu mælis. Af því loknu er valið að vista skráningu.

Ef notendur hafa ekki tök á að lesa sjálfir af mælum sínum, mun starfsmaður OH mæta á staðinn og skrá mælastöðu gegn álestrargjaldi skv. gjaldskrá OH. Einnig er hægt að taka mynd af mælastöðu og senda á netfangið oh@oh.is

Starfsfólk Orkuveitur Húsavíkur óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.