Fara í efni

Atvinnuátak Norðurþings fyrir 16 og 17 ára ungmenni

Norðurþing auglýsir fjölbreytt sumarstörf fyrir ungmenni sem verða 16 og 17 ára á árinu. (árg. 2004 & 2003).
Um er að ræða hin og þessi störf innan starfsstöðva Norðurþings og möguleiki er að vinna á fleiri en einn starfstöð yfir sumarið. Því er boðið uppá starfskynningu og sumarstarf bæði í senn.
 
Sumarstarfsfólk í atvinnuátaki Norðurþings er fær greitt í samræmi við samkomulag Norðurþings og Framsýnar.
Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu er að viðkomandi hafi lögheimili í sveitarfélaginu eða að minnsta kosti annað foreldri/forráðamaður.
 
Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast í gegnum rafrænt umsóknareyðublað á vef Norðurþings. Sækja um hér
 
Hámarksvinnutími eru 10 vikur.
Umsóknir skulu berast fyrir 29. maí.