Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Norðurþingi

mynd/wikipedia.org
mynd/wikipedia.org

Sveitastjórn hefur samþykkt breytingar á sérstökum húsnæðisstuðning sem tóku gildi 21.apríl 2020.  Mikilvægt er að endurnýja gildandi umsóknir. Þær umsóknir sem eru í gildi munu gilda áfram og fyrsta greiðsla á grundvelli nýrra reglna mun vera þann 1.júní 2020. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ávallt greiddur eftir á.

 

Hvað er sérstakur húsnæðisstuðningur?

Sérstakur húsnæðisstuðningur er viðbót við almennar húsnæðisbætur frá ríkinu og er ætlaður þeim sem þurfa frekari fjárstuðningi á að halda við greiðslu á húsaleigu, t.a.m. vegna lágra tekna, íþyngjandi framfærslu og félagslegra aðstæðna.

Foreldrar eða forsjáraðilar barna 15 – 17 ára sem leigja á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning.

 

Hver á rétt á sérstökum húsnæðisstyrk?

Umsækjandi þarf að:

  • eiga rétt á húsnæðisbótum hjá HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ) www.hms.is
  • vera orðinn 18 ára
  • eiga lögheimili í Norðurþingi
  • vera undir eftir tekjumörkum skv. 8. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning
  • vera undir eignamörkum skv. 9.gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning

Hvernig er sótt um sérstakan húsnæðisstyrk?

Umsóknir má finna á heimasíðu Norðurþings, einnig er hægt að koma á skrifstofu og fylla út umsókn eða óska eftir viðtali við félagsráðagjafa til að sækja um og/eða fá frekari upplýsingar. 

Með umsókn þarf að fylgja:

  • Staðfesting á rétti til húsnæðisbóta frá HMS
  • Skattframtöl allra þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í húsnæðinu fyrir síðasta ár, staðfest af skattstjóra.
  • Afrit af þremur síðustu launaseðlum allra þeirra sem lögheimili/aðsetur eiga í húsnæðinu 
Hvernig er sótt um sérstakan húsnæðisstyrk?
Hæg er að fylla út rafræna umsókn á vef Norðurþings;
eða panta viðtal í síma 464-6100 við félagsráðagjafa til að sækja um og/eða fá frekari upplýsingar.
 
 
 

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.nordurthing.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið nordurthing@nordurthing.is eða hringja í síma 464-6100

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning