Fara í efni

Jólatré Húsavíkur 2021

Búið er að kjósa um hvaða tré verður jólatré Húsavíkur í ár.
Fjögur glæsileg tré voru tilnefnd og kusu íbúar það tré sem þeir vildu sjá sem jólatré Húsavíkur.
Kosning fór fram á svæði Norðurþings á betraisland.is og bárust hátt í 200 atkvæði.

Það tré sem fékk flest atkvæði var tréið sem stendur við Garðarsbraut 35a.
Stefnt er að því að fella tréið á morgun. 

Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hefðbundinn viðburður í kringum tendrun jólatrésins í ár.
Þess í stað verður kveikt á jólatrénu að morgni föstudags 26. nóvember að viðstöddum leikskólabörnum frá Grænuvöllum og börnum úr 1-3 bekk Borgarhólsskóla.

Við þökkum öllum sem tóku þátt og aðstoðuðu við val á jólatréi Húsavíkur.