Að gefnu tilefni - Sumarfrístund

Sumarfrístund hefur heimahöfn í sumar á 2.hæð í íþróttahöllinni
Sumarfrístund hefur heimahöfn í sumar á 2.hæð í íþróttahöllinni

Sumarfrístund hefur farið frábærlega af stað og þátttaka framar vonum. Skipulagið er þannig að það er sjaldan róleg stund, kannski helst yfir nestistímanum og þó.

Börnin virðast skemmta sér konunglega og virðast líka vel og sýna mikla kátínu. Einnig eru foreldrar almennt ánægðir með starfið sem er gaman að heyra. Mikið var lagt upp úr því að hafa starfið fjölbreytt, fara um víðan völl og prufa hluti sem ekki allir hafa prufað. Sú vinna er greinilega að skila sér í gegnum brosandi andlit.

Að gefnu tilefni langar okkur þó að segja nokkur orð varðandi skráningarfyrirkomulagið.
Einhver óánægja er í loftinu varðandi skráningu og það að henni þurfi að ljúka fyrir miðnætti á fimmtudögum en ekki á föstudögum eða jafnvel opið yfir helgina.
Það er ekki gert af því bara eða eingöngu til að búa til einhverja reglu.
Því miður býður NORA kerfið ekki upp á skráningu eftir tímasetningu t.d. kl.11:15 á föstudögum. Heldur verður að gera það eftir dagsetningum sem s.s. fram að miðnætti.

Ástæðurnar eru nokkrar fyrir því skráning endar á fimmtudögum en ekki föstudögum. Sem dæmi má nefna:

  • Á föstudagsmorgun er farið yfir skráningar, sett upp skipulagið, skipt í hópa og undirbúið komandi viku.
  • Í hverri viku erum við með vettvangsferðir eða einhver námskeið sem utanaðkomandi aðili heldur utan um. Þeim einstakling þarf að gefa upp fjölda barna sem mætir svo umsjónamaður námskeiðs geti líka skipulagt sig.
  • Á föstudögum er einnig sendur föstudagspóstur þar fram kemur skipulagið, eru einhverjar breytingar á vikunni, á að mæta á aðra staði en vanalega og aðrir mikilvægir punktar sem foreldrar þurfa að vita.

Með þessum hætti er allt tilbúið fyrir starfsmenn þegar þeir mæta á mánudeginum.

Segjum sem svo að skráningu myndi ljúka á miðnætti á föstudögum nú eða sunnudögum þar sem það kemur á sama stað niður þar sem vinnu hér líkur kl:16:00 á föstudögum.
Þá gefur það auga leið að þessir mikilvægu punktar sem nefndir eru hér að ofan kæmust ekki jafn vel og jafnvel ekki til skila ef þetta allt yrðir gert í kappi við tíman á mánudögum þegar starfsmenn mæta aftur í vinnu eftir helgina. Það gengur einfaldlega ekki upp að gera þessa hluti á svo stuttum tíma ásamt öðrum verkefnum.

Því verður þetta óbreytt og skráningu lýkur á miðnætti á fimmtudögum.

Kær kveðja frá Sumarfrístund