Ákall UNICEF gegn ofbeldi gagnvart börnum!

Unicef á íslandi
Unicef á íslandi

Vikuna 16.-24. ágúst ætlar Einar Hansberg Árnason, fjölskylda hans og vinir að fara hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á átaki UNICEF gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar mun koma við í 38 sveitarfélögum og í hverju þeirra ætlar hann að róa, skíða eða hjóla 13 þúsund metra, einn metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi. Í heildina mun Einar því fara um 500 kílómetra.

Áætlað er að Einar verði á Húsavík mánudaginn 19. ágúst kl. 15:00 - hægt verður að fylgjast betur með kappanum á facebookviðburði átaksins.  Facebookviðburður átaksins

Markmið ferðarinnar er að þrýsta á öll sveitarfélög landsins að svara ákalli UNICEF og innleiða viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. Slík viðbragðsáætlun er nauðsynleg til að tryggja að gripið sé inn í þegar barn er beitt ofbeldi!

www.unicef.is

Einnig verður safnað undirskriftum frá almenningi sem verða nýttar til að þrýsta á stjórnvöld
Þú getur skrifað undir inn á:
https://feluleikur.unicef.is/