Fara í efni

Ákall UNICEF gegn ofbeldi gagnvart börnum!

Einar Hansberg Árnason ásamt vinum er staddur á Húsavík í dag en hann er á ferð um landið til að vekja athygli á átaki UNICEF gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Norðurþing færði honum og hans liði gjafir úr héraði - húsvískt vatn og handsápu úr Kelduhverfi. Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings færði Einari gafirnar og þakkir frá Norðurþingi fyrir hans framlag til að vekja áhuga á ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. 

Markmið ferðarinnar er að þrýsta á öll sveitarfélög landsins að svara ákalli UNICEF og innleiða viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. Slík viðbragðsáætlun er nauðsynleg til að tryggja að gripið sé inn í þegar barn er beitt ofbeldi!

Á 36. fundi Fjölskylduráðs Norðurþings var erindið tekið fyrir og eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð þakkar UNICEF á Íslandi fyrir erindið. Ráðið bendir á að Norðurþing starfar eftir verkáætlun um barnavernd og þar er kveðið ríkt á um verklag tengt ofbeldi gegn börnum. Norðurþing er einnig í samstarfi við lögregluna um verkefnið "Að halda glugganum opnum" sem er samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi.

Einnig verður safnað undirskriftum frá almenningi sem verða nýttar til að þrýsta á stjórnvöld og verður hann ásamt fylgdarliði við Nettó um fjögurleytið til þess að safna undirskriftum.
Þú getur skrifað undir inn á: feluleikur.unicef.is/