Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 1. desember tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Breytinging felst í að mörk landnotkunarreita Þ1 og Í3 breytast lítillega auk þess sem Þ1 stækkar nokkuð inn í opið óbyggt svæði austan heilbrigðisstofnana. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugðarar uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis á reit Þ1, í hlíðinni ofan við dvalarheimilið Hvamm og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.  Skipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð sem dagsett er 24. nóvember 2020.
 
Breytingin hefur verið send á Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.
 
 
Húsavík 14. desember 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings