Fara í efni

Opinn íbúafundur í fjarfundi - Endurskoðun skólastefnu Norðurþings - Samráð við íbúa -

Starfshópur um gerð skólastefnu Norðurþings býður til íbúafundar á samskiptaforritinu Zoom miðvikudaginn 1. apríl kl. 17.30 - 18.30
Fundurinn hefst á 20 mínútna fyrirlestri um gerð og mikilvægi skólastefnu sveitarfélaga, í kjölfarið verður farið í hópavinnu undir stjórn starfshóps um gerð skólastefnu.
 
Umræða í hópavinnu: Framtíðarsýn – Hlutverk sveitarfélags - Gildi 
 
Það er ekki vaninn að halda fundi á netinu en í dreifðu sveitarfélagi lítum við á það sem tækifæri að koma okkur til þess að nota myndfundi til að hittast og vinna saman. Sveitarfélagið Norðurþing, Trappa ráðgjöf og Þekkingarnet Norðurþings stýra tæknilegum aðgerðum. Hægt verður að nota síma, tölvur og spjaldtölvur til að vera með á fundinum. 
 
Fundurinn fer fram á fundarforritinu Zoom. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram eða vera notandi. Leiðbeiningar fyrir notendur er að finna hér og mikilvægt að þeir sem ætla að sitja fundinn skoði þær. Hlekkur á fundinn er að finna hér. Fundurinn opnar kl. 17.00 og hægt verður að fá tæknilega aðstoð á spjallinu á Facebooksíðu Þekkingarnets Þingeyinga og í síma 464 5100. Allir geta kíkt inn á fundinn til að fullvissa sig um að búnaðurinn virki áður en fundurinn hefst. 
 
Starfshópurinn vill hvetja íbúa á öllum aldri að vera með. 
 
Hlökkum til að sjá sem flesta 
 
Starfshópur um gerð skólastefnu í Norðurþingi 
Fjölskylduráð Norðurþings