Eyþing stendur fyrir stórfundi

Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16-19.

Markmið fundarins er að draga saman áherslur í atvinnumálum, nýsköpun, menningarmálum og umhverfismálum á Norðurlandi eystra, ásamt því að koma fram með tillögur að sértækum markmiðum og aðgerðum.

Mættum við biðja ykkur um að auglýsa viðburðinn á ykkar heimasíðum og samfélagsmiðlum þar sem afar mikilvægt er að heyra raddir sem flestra á fundinum.

Fundurinn er opinn öllum og hvetjum við ykkur til að mæta.