Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir framtíðarstarf á sambýlinu Pálsgarði

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir framtíðarstarf á sambýlinu Pálsgarði

 

Starfshlutfall 70-100% (eftir samkomulagi)         

Lýsing á starfinu: Starfið hentar körlum jafnt sem konum. Starfsmaður aðstoðar fatlað fólk við athafnir daglegs lífs og sinnir líkamlegum og félagslegum þörfum eftir því sem við á.

Hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 18. ára aldri.

Vinnutími: Unnið er á vöktum allan sólarhringinn.

Starfsheiti: Starfsmaður á sambýli III.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2018

Umsóknir er hægt að fylla út á heimasíðunni https://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-starf eða senda á hrodny@nordurthing.is eða hilda@nordurthing.is

 

Nánari upplýsingar:

Hilda Rós forstöðumaður Pálsgarðs,  hilda@nordurthing  -  sími 4641320

Hróðný Lund félagsmálastjóri,  hrodny@nordurthing  - sími 4646100