Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Nemendur FSH í stjórnmálafræðiáfanga fjölmenntu á sveitarstjórnarfund
Nemendur FSH í stjórnmálafræðiáfanga fjölmenntu á sveitarstjórnarfund
Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og þriggja ára áætlun 2021 - 2023 var samþykkt á 97. fundi Sveitarstjórnar Norðurþings þann 4. desember. 
Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 og 3ja ára áætlun 2021 - 2023 má nálgast hér
Fundargerð 97. fundar má nálagst hér  -  fjárhagsáætlun má finna undir lið 21. í fundargerð.

Einnig voru samþykktar gjaldskrár ýmissa stofnanna sem munu birtast á næstum dögum hér á vefnum.
 
Á næstu vikum verður sett á vef Norðurþings svokallað  "opið bókhald" þar sem ýmsar tölulegar upplýsingar um sveitarfélagið verður aðgengilegt, t.a.m. fjárhagstölur málaflokka, ársreikningar, sjóðstreymi, íbúatölur o.fl. 

Viljum við líka benda fólki á vef sjálfbærniverkefnisins á norðausturlandi Gaumur þar sem fjölmargar staðreyndir og tölulegar upplýsingar má finna um okkar nærumhverfi - www.gaumur.is