Foreldrar barna sem stunda æfingar á vegum íþróttafélagsins Völsungs athugið

Norðurþing á og rekur íþróttavellina á Húsavík. Íþróttafélagið Völsungur er með skrifstofu- og félagsaðstöðu á efri hæð í vallarhúsi. Efri hæð hússins er öllu jafna opin á æfingatímum og þar er hægt að hafa skóskipti.

Búningsklefar eru opnir á æfingatímum og er öllum frjálst að nýta sér þá, hinsvegar er ekki gert ráð fyrir húsverði eða gæslu i klefum. Við viljum því biðja foreldra að vera sérstaklega vakandi fyrir þessari staðreynd og viljum ítreka að börnin eru á ábyrgð foreldra fyrir og eftir æfingar.