Fara í efni

Frá Velferðarsjóði Þingeyinga

Frá Velferðasjóði Þingeyinga

Lífið er margslungið og best þegar allt leikur í lyndi, sólin skín og allir eru frískir. Ekki er þó alltaf svo og þá þarf að bregðast við. Hjálpa meðbræðrum okkar og systrum, sem eru í vandræðum. Í desember 2008 var Velferðasjóður Þingeyinga stofnaður til að styðja við bakið á fjölskyldum og einstaklingum, sem átti um sárt að binda á starfsvæði Félagsþjónustu Norðurþings. Þar voru Þingeyjarsýslurnar báðar undir. Öll störf fyrir sjóðinn eru unnin launalaust. Velferðasjóðurinn er líknarsjóður og getur hver sem er stutt sjóðinn með framlögum. Sjóðurinn er alfarið fjármagnaður með frjálsum framlögum. Núna er farið að grynnka í sjóðnum og því leitum við til ykkar áður en allt verður uppurið. Það fer svona um milljón á ári til styrkveitinga svo við sem höfum með sjóðinn að gera þurfum að vera vakandi til að halda honum lifandi svo að hann geti áfram rækt hlutverk sitt. Við biðjum ykkur að bregðast vel við og láta rakna fé til sjóðsins.

Sjóðurinn er með bankareikning nr. 1110-05-402610 og kennitalan er 600410-0670

Með fyrirfram þökk og við í stjórn sjóðsins þökkum fyrir stuðninginn!

sr. Örnólfur á Skútustöðum í Mývatnssveit (formaður sjóðsins.)