Framboð til Sveitarstjórnar Norðurþings 2018

Sveitarstjórnarkosningar 2018
Sveitarstjórnarkosningar 2018

Framboð til Sveitarstjórnar Norðurþings

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 26. maí 2018. Frestur til að skila framboðslistum er til 5. maí 2018, kl. 12:00 á hádegi. 

Framboðum, ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, skal skila á Skrifstofu Norðurþings á Húsavík fyrir þann tíma eða til Yfirkjörstjórnar Norðurþings, sem tekur á móti framboðum á Skrifstofu Norðurþings (suður inngangur) laugardaginn 5. maí 2018 kl. 11:00-12:00. 

Framboðslistar skulu skipaðir 9-18 fulltrúum og þeim skal fylgja listi 40-80 meðmælenda (frambjóðendur og meðmælendur þurfa að vera kjósendur í Norðurþingi og hver meðmælandi getur einugis mælt með einu framboði). 

Um framkvæmd og framboð til sveitarstjórnarkosninga fer eftir Lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. 

Allar nánari upplýsingar um framboð og kosningar til sveitarstjórna má nálgast á upplýsingavefnum www.kosningar.is

Skrifstofa Norðurþings sími 464-6100 og Yfirkjörstjórn Norðurþings kjorstjorn@nordurthing.is veita allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar vegna undirbúnings framboðslista og framkvæmd kosninganna í Norðurþingi. 

 

Yfirkjörstjórn Norðurþings

Ágúst Sigurður Óskarsson, formaður

Bergþóra Höskuldsdóttir

Hallgrímur Jónsson