Fara í efni

Framkvæmdarsvið Norðurþings auglýsir laust starf verkefnastjóra

Norðurþing auglýsir eftir verkefnastjóra á framkvæmdasviði.

Verkefnin

  • Rekstur og umsýsla með fasteignum sveitarfélagsins.
  • Gerð leigusamninga við leigjendur á almennum og félaglegum leigumarkaði.
  • Gerð samninga vegna innri leigu og samskipti við leigutaka innan sveitarfélagsins.
  • Almenn samskipti sem tengjast leigumálum og öðrum verkefnum á sviðinu.
  • Samningagerð við verktaka vegna viðhaldsverkefna ásamt annarri verkefnastjórnun á framkvæmdasviði.

Hæfniskröfur

  • Háskólaprófi sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Skipuleg og öguð vinnubrögð eru skilyrði ásamt langlundargeði og þolinmæði.
  • Viðkomandi þarf að vera fljótur að tileinka sér nýjungar í starfi og eiga auðvelt með að vinna í teymi.
  • Reynsla af eignaumsýslu og samningagerð er kostur.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi 1. júní.

Við hvetjum jafnt konur og karla til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 25. apríl.

Hægt er að sækja um starfið með rafrænum hætti hér 

Einnig er hægt að senda umsóknir á netfangið nordurthing@nordurthing.is eða á skrifstofur Norðurþings.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 464 6100  eða á póstfangið: gunnar@nordurthing.is