Fara í efni

Frístundastyrkur til barna og ungmenna á aldrinum 4-18 ára (fæðingarár 2001-2014)

Frístundastyrkur til barna og ungmenna á aldrinum 4-18 ára (fæðingarár 2001-2014)

Samþykkt var á 17.fundi æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings þann 9.janúar 2018 að greiða út frístundastyrki til barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Framkvæmd á útgreiðslu styrkjanna hefur því miður tafist en er nú mögulegt að nota frístundastyrkina.

Upphæðin 6000 kr á einstakling og er hægt að nýta fjármunina til niðurgreiðslu á skipulögðu frístundastarfi í Norðurþingi. 


Hvernig nálgast ég styrkinn

Styrkirnir og utanumhald er eingöngu í gegnum Nora greiðslukerfið.

 Völsungur er með sinn eigin aðgang að Nora kerfinu og því hægt að nálgast styrkinn þar ef nýta á hann fyrir námskeið eða íþróttir hjá Völsungi. Komast má inní kerfi Völsungs á heimasíðu félagsins með því að smella á glugga merktan „skráning iðkenda“ eða með því að fara á vefslóðina volsungur.felog.is

Við skráningu er hakað við að nýta eigi frístundastyrk og þá lækkar upphæð til greiðslu sem því nemur.


Námskeið sem önnur félög hafa eru vistuð undir Nora kerfi Norðurþings.

Komast má inní kerfi Norðurþings á vefslóðinni nordurthing.felog.is eða með því að smella á flipa á forsíðu Norðurþings. Eins og staðan er í dag er ekkert félag með skráð námskeið undir kerfi Norðurþings (15.06.2018) en í framtíðinni verða vonandi sem flest félög/stofnanir þátttakendur í kerfinu.


Rafræn skilríki
Hafa þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að komast inní kerfi Nora.
Styrkurinn kemur til lækkunar á æfingagjaldi þegar greiða á fyrir námskeið. Styrk er eingöngu hægt að nota einu sinni og er hann ekki endurgreiddur. Athugið að styrkurinn er 6.000 kr og er því ekki hægt að slá inn hærri upphæð en það í valmynd um upphæð frístundastyrks.

 

Félagið mitt/námskeiðið mitt er ekki skráð
Félög þurfa að hafa gert samning við Norðurþing um að hafa aðgang að styrkjakerfinu. Ef námskeiðið sem þú leitar að finnst ekki hefur félagið ekki gert samning við Norðurþing eða á eftir að skrá inn námskeið í kerfið.

Til að gera samning við Norðurþing þarf félag að hafa skráðar siðareglur, viðbragðsáætlanir og skila inn sakavottorði fyrir alla ábyrgðaraðila (þjálfara, leiðbeinendur og starfsmenn) hjá félagi.

  

Frekari upplýsingar um frístundastyrki má finna hér  https://www.nordurthing.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/fristundakort

Samningsform félaga við Norðurþing - https://www.nordurthing.is/static/files/itrottir/fristundastyrkir/samningur-vid-felog.pdf

 

Frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings í síma 464-6100 eða kjartan@nordurthing.is

 

Kjartan Páll Þórarinsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings