Frítt í sundlaug Húsavíkur á gamlársdag

Frítt verður í sundlaug Húsavíkur á gamlársdag frá kl. 11:00 til 15:00. 

Einnig minnir Völsungur á Gamlárshlaup sitt en hlaupið er fyrst og fremst hugsað sem skemmtilegt fjölskyldusprikl á síðasta degi ársins. 
Hér á Húsavík hefur hlaupið verið haldið síðan 2009 og gengið afar vel. Í fyrra var sett glæsilegt þátttökumet þegar um 60 manns tóku þátt - tvöföldun frá árinu áður. Vonandi getum við bætt metið núna !