Fara í efni

Fyrirlestraröð Háskóla Íslands: Best fyrir börnin

Skólaþjónusta Norðurþings vill vekja athygli á því að á næstunni verður Háskóli Íslands með fyrirlestraröð sem gengur undir nafninu Best fyrir börnin. Dagsetningar hafa verið birtar með fyrirvara á síðunni https://www.hi.is/haskolinnogsamfelagid og er fólk hvatt til þess að kynna sér þessa dagskrá.

 

 Fyrsti fyrirlesturinn bar yfirskriftina “ Er þetta ekki  bara frekja?  Samspil kvíða og hegðunarvanda barna”.  Fyrirlesarinn Dr. Urður Njarðvík fór mjög vel með umræðuefnið, sagði frá á mannamáli og er þessi fyrirlestur nánast skylduáhorf fyrir fagfólk og foreldra.  Fyrirlestrinum var streymt og verður áfram aðgengilegur á heimasíðu HÍ.  Svo verður einnig um komandi fyrirlestra.

 

Fólk er hvatt til þess að nýta sér þetta  einstaka tækifæri til  að fá fróðleik “heim í stofu” öllum að kostnaðarlausu.