Fara í efni

Goðafoss og Jökulsárgljúfur - styrkir til innviðaruppbyggingar

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, kynntu í Hann­es­ar­holti í dag þau verkefni sem fengu úthlutun úr þriggja milljarða sjóði  í tengslum við uppbyggingu innviða - svokallaðari Landsáætlun 2019 - 2021. Að auki var úthlutað 500 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og úthlutað 1,3 milljarði til Landvörslu. 

Gleðilegt er segja frá því að verkefni sem snýr að því að leggja fyrsta áfanga hjólaleiðar við Jökulsárgljúfur - hjólaleið sem liggur frá Ásbyrgi í átt að Dettifossi hlaut styrk úr Landsáætlun.

Hæsti styrkurinn úr Framkvæmdasjóði ferðamanna var til innviðaruppbyggingar við Goðafoss en innviðaruppbygging sú hefur staðið yfir síðustu árin og er það vel. 

Unnið upp úr frétt frá mbl.is