Hreinsunardagurinn 2018

Hinn árlegi hreinsunardagurinn á Húsavík er n.k. fimmtudag 17. maí.

Hjálpumst að og tökum til í okkar nærumhverfi, á opnum svæðum, götum og í görðunum okkar.

Við byrjum í kringum 17:00 og ljúkum góðu dagsverki kl. 19:30 við vallarhúsið þar sem 2.fl. kvk í fótbolta sjá um að grilla ofan í mannskapinn.

Frítt í sund frá kl. 19:00 - 21:00