Íbúar Norðurþings nálgast 3.000

Íbúar Norðurþings nálgast 3.000

 

Í dag, 18. maí 2017, eru íbúar Norðurþings 2.998. Það er skemmtilegur áfangi þegar íbúafjöldi í sveitarfélagi fer yfir 3.000 íbúa. Vonir standa til þess að þeim áfanga verði náð á næstu dögum. Íbúaþróun í Norðurþingi hefur verið mjög jákvæð og hröð undanfarin misseri, en frá upphafi árs 2016 hefur íbúum fjölgað um 173. Íbúafjölgunin er í samræmi við þann mikla kraft sem einkennir samfélag og atvinnulíf í Norðurþingi.

Íbúaþróun

Það verður spennandi að sjá hver verður íbúi nr. 3.000 í Norðurþingi.