Fara í efni

Íþróttir og tómstundir – frístundastyrkur í tónlistarskólann

Haust og vetrarstarfið er hér um bil komið á fullt skrið. 

Fyrst ber að nefna að tónlistarskólinn á Húsavík er nú búinn að tengja sig við NÓRA kerfið og því hægt að nota frístundarstyrk Norðurþings til að greiða niður tónlistarnám. Það er mikið fagnaðrefni og mun þessi viðbót vonandi verða til þess að enn fleiri nýti sér frístundarstyrki sveitarfélagsins. Skráningarleiðin og greiðsla fyrir tónlistarskólann er örlítið frábrugðin því sem að er hjá íþróttafélögum og sumarfrístund. Foreldrar þurfa fyrst að skrá nemendur í nám hjá tónlistarskólanum og svo er gert upp í gegnum greiðslukerfi NÓRA inná vefslóðinni https://nordurthing.felog.is/.

Skráningar hjá Völsungi má finna á vefsíðu félagsins volsungur.is með því að smella á hnappinn „skráning iðkenda“.

Einnig er bent á að frístundastyrk má í raun nýta hjá hvaða félagi sem er og hefur gert samning við Norðurþing. Styrkurinn fylgir barni út fyrir sveitarfélagsmörk ef svo má segja.

Ef félag er ekki með samning við Norðurþing er forsvarsmönnum bent á að hafa samband við Kjartan Pál Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings á netfangið kjartan@nordurthing.is

Sem dæmi má nefna að skráningar á ýmis námskeið hjá Akureyrarbæ inná síðunni https://rosenborg.felog.is/

Frekari upplýsingar um frístundastyrk má finna á vef Norðurþings. https://www.nordurthing.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/fristundakort