Fara í efni

Jóla hvað? Jólatré!

Samkeppni um jólatré bæjarins 

 

Í ár er fyrirhugað að halda samkeppni um jólatré á Húsavík og viljum við bjóða íbúum að taka þátt í valinu á jólatrénu þetta árið.

Í fyrstu er óskað eftir tilnefningum frá eigendum grenitrjáa sem vilja eða þurfa að losna við þau.

Umhverfisstjóri velur að lokum 3 - 4 tré og kynnir þau tré sem valið stendur um á facebooksíðu Norðurþings þar sem kosning mun fara fram um jólatré Húsavíkur árið 2018.

Sveitarfélagið mun síðan kosta fellingu og frágang á vinningstrénu.

Umhverfisstjóra hefur á síðustu mánuðum verið boðið tré frá garðeigendum á Húsavík og eru þeir hvattir til þess að hafa samband aftur og tilnefna þau að nýju.

Tilnefningar skulu berast til umhverfisstjóra á netfangið smari@nordurthing.is