Jólaskáknámskeið

Æskulýðs- og menningarsvið Norðurþings hefur fengið Birki Karl Sigurðsson landsliðsþjálfara Ástralíu í skák og fyrrverandi heimsmeistara og norðurlandameistara til að halda jólaskáknámskeið fyrir börn og ungmenni í grunnskólum Norðurþings.

Stefnt er að halda námskeið í Lundi, Húsavík og á Raufarhöfn. Lagt er upp með 5-10 klukkustunda námskeið en endanlegt skipulag verður gefið út þegar skráning liggur fyrir.
Verð er 1000 krónur á mann. Greitt er við upphaf námskeiðs.

Skráning fer fram á rafrænu eyðublaði á vefsíðunni. https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScWqaYHFHsNROr8HTF73yQCVixd0D0QI8ptoqZOTu7lvxQt3Q/viewform

Skráningarfrestur er til 11.desember.

Frekari upplýsingar gefur Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings, kjartan@nordurthing.is , 464-6100