Fara í efni

Kynning á hugmynd að breytingu aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis við Auðbrekku á Húsavík

Kynning á hugmynd að breytingu aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis við Auðbrekku á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur falið undirrituðum að kynna frumhugmyndir að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis við Auðbrekku á Húsavík og meðfylgjandi umhverfiskýrslu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagshugmyndirnar verða kynntar á opnu húsi á skrifstofu byggingarfulltrúa í stjórnsýsluhúsi Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 föstudaginn 7. febrúar milli kl. 13 og 15.

 

Hér má finna kynningu að frumhugmyndum að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs hjúkrunarheimlis við Auðbrekku.

Húsavík 4. febrúar 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi