Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis I3 við Núpsmýri í Öxarfirði, Norðurþingi.

Skipulag Núpsmýri Öxarfjörður
Skipulag Núpsmýri Öxarfjörður

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags iðnaðarsvæðis I3 við Núpsmýri í Öxarfirði, Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl 2018 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags á iðnaðarsvæði I3 við Núpsmýri í Öxarfirði. Á svæðinu er nú fyrir fiskeldi Samherja ehf. Skilgreindur verður byggingarreitur utan um núverandi mannvirki ásamt byggingarreitum fyrir ný ker. Einnig verða merktar inn á svæðið fyrirhugaðar og núverandi vatnsborholur.    

 Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 31. maí 2018.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Hér má nálgast skipulags- og matskýrslu fyrir deiliskipulagið 

Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi