Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags frístundahúsabyggðar við Fjöll í Kelduhverfi, Norðurþingi

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2018 að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags frístundahúsbyggðar við Fjöll í Kelduhverfi. Skipulagaðar voru fjórar lóðir í hrauni austan bæjarins árið 1985 og heimild er fyrir skipulag með 10 lóðum sem ekki hefur hlotið formlegt gildi. Búið að girða svæðið af og eru þrjár lóðir þegar byggðar. Einnig er borhola þar sem neysluvatni er dælt úr. Með deiliskipulaginu verða skilgreindar nýjar lóðir innan skipulagsmarka.

 

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 18. júní 2018.  Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is og sigurdis@nordurthing.is)

Hér má nálgast skipulagslýsinguna

 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi