Fara í efni

Kynningarfundur um hönnun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Hönnun nýs hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Húsavík er nú á lokastigi. Arkís arkítektar hafa haft veg og vanda af hönnunarvinnunni í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríksins og sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu sem standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms. Stefnt er að útboði jarðvinnuframkvæmda á lóð nýs hjúkrunarheimilis í vor og útboði á heimilinu sjálfu undir lok þessa árs, ef allt gengur að óskum.

Boðið er til rafræns kynningarfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl 16:15, þar sem Birgir Teitsson arkítekt hjá Arkís og Kristján Þór Magnússon stjórnarformaður dvalarheimilisins munu veita upplýsingar um stöðu verkefnisins. Fundurinn verður sendur út beint á Facebooksíðu Norðurþings. 

Allir velkomnir!