Lausar lóðir á Húsavík og afsláttur gatnagerðargjalda

Lausar byggingarlóðir á Húsavík og afsláttur gatnagerðargjalda

Norðurþing hefur ákveðið að auglýsa einbýlishúsalóðirnar að Steinagerði 5 og Urðargerði 5 með 100% afslætti af gatnagerðargjöldum. Lóðirnar eru þegar lausar til umsóknar. Afsláttur gatnagerðargjalds er skilyrtur af því að að hús á lóðunum verði fokheld fyrir lok árs 2021

Lista yfir lausar lóðir í Norðurþingi er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, nordurthing.is.

Í gildi er ákvörðun um að veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi frá gildandi gjaldskrá fyrir tilteknar lóðir á Húsavík. Um er að ræða einbýlishúsalóðir að Stakkholti 7, Lyngbrekku 6, 8, 9 og 11. Einnig eru á samsvarandi afslætti raðhúsalóðir að Lyngholti 26-32 og 42-52. Loks er í boði afsláttur  vegna gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishúsalóð að Grundargarði 2.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings.

 

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings